Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Greiðslur til hjúkrunarheimila

Tekið hafa gildi breytingar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ákveðið á gjaldskrá fyrir þjónustu dvalar- og hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum og eru án samnings um verð. Breytt gjaldskrá tengist annars vegar breytingum á samsetningu rýma og hins vegar framlagi til að styrkja rekstur lítilla hjúkrunarheimila.

Frá 1. janúar 2016 hefur dvalarrýmum fækkað um 37 rými og hjúkrunarrýmum fjölgað um 34 rými. Heildarfjöldi sólarhringsrýma í gjaldskrá hefur því fækkað um 3 rými frá áramótum en dagdvalarrýmum hefur fjölgað um 31 rými. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gjaldskrá SÍ á þessu ári (þrjár breytingar) hafa fjárveitingar til hjúkrunarheimila skv. gjaldskrá SÍ hækkað um 338.389.597 kr. árið 2016.

Auk þessa hefur verið samþykkt að greiða rúmar 74. m. kr. framlag, skv. tímabundinni fjárveitingu í fjárlögum 2016, til styrktar rekstri hjúkrunarheimila með 20 rými eða færri, líkt og nánar segir frá í tilkynningu Sjúkratrygginga Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum