Hoppa yfir valmynd
1. september 2020

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Skráning í fermingarfræðslu stendur yfir, vinsamlegast skráið ykkur fyrir 10 september. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á [email protected] til að fá skráningarblað sent til baka.

Nánar um fermingarfræðsluna, fermingarmót í október

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 2.-4. okt. 2020. Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 20 unglingum á mótið og um 8 fullorðnir eru með til að hafa umsjón með hópnum. Oft höfum við haft mun stærri hópa á fermingarmóti, en að þessu sinni eru unglingar frá Noregi og Danmörku ekki með, heldur hittast íslenskir unglingar í hverju landi fyrir sig.

Á Covid-19 tímum er allt gert á AH stiftgård til þess að minnka líkur á smiti. Reglur eru um hópastærð, hreinlæti og fjarlægð milli einstaklinga.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í maí 2021

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, áætlað vormót er helgina 7 - 9. maí 2021.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða heima á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í lok maímánaðar hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2021 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband á[email protected] og biðjið umskráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum