Hoppa yfir valmynd
4. desember 2020 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um endurskoðun á evrópsku samgönguáætluninni

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um endurskoðun á samgönguáætlun Evrópusambandsins, (e. Roadmap on the revised guidelines for the Trans-European Transportation Network). Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um áætlunina er til og með 18. desember.

Með evrópsku samgönguáætluninni hyggst ESB draga úr efnahagslegum og þjóðfélagslegum mismun á milli svæða með skynsamlegri uppbyggingu innviða fyrir allar greinar samgangna í Evrópu. Þessi áætlun hefur verið kölluð TEN-T. 

Í gildi er reglugerð Evrópusambandsins nr. 1315/2013 þar sem kveðið er á um þessa áætlun. Í reglugerðinni er kveðið á um fjárfestingar sambandsins og einstakra ríkja í samgöngumálum. Þá er einnig kveðið á um fjármögnun framkvæmdanna.

Endurskoðun TEN-T reglugerðarinnar mun byggjast á áætlun sambandsins um notkun fjarskipta, snjalltækni, við að ferðast og færa sig á milli staða, (e. Sustainable and Smart Mobility). Sú áætlun byggir síðan á áætlun Evrópusambandsins í loftslagsmálum og framlagi samgöngugeirans til þess að ná því markmiði, (e. European Green Deal and the transport sector’s contribution to climate neutrality). Stefna sambandsins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90% fyrir 2050.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum