Hoppa yfir valmynd
1. október 2009 Innviðaráðuneytið

Brussel skrifstofa styrkt áfram

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur samþykkt að leggja til við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að beiðni Sambands íslenkra sveitarfélaga um að styrkja áfram rekstur skrifstofu þess í Brussel verði samþykkt.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafnarnefndarinnar en styrkur hefur verið veittur til reksturs skrifstofunnar árin 2007 til 2009. Var fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga afhent bréf þess efnis síðastliðinn þriðjudag. Rekstur skrifstofunnar verður styrktur með 16 milljóna króna framlagi árin 2010 til 2012.


Samgönguráðherra tilkynnir Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stuðning Jöfnunarsjóðs við skrifstofu í Brussel.      
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga fá afhent bréf um styrk frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til áframhaldandi reksturs skrifstofu þess í Brussel. Frá vinstri: Halldór Halldórsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Kristján L. Möller og Karl Björnsson.       

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum