Hoppa yfir valmynd
15. júní 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Síðasta embættisverk fráfarandi félagsmálaráðherra

Í morgun hófst dagskrá heimsóknar Deng Pufang, formanns landssamtaka fatlaðra í Kína, og sendinefndar. Deng Pufang er sonur Deng Sjaó Pings sem um árabil var einn af mestu áhrifamönnum í Kína. Deng Pufang, sem er fatlaður og bundinn við hjólastól, hefur verið í frumkvöðull í málefnum fatlaðra í Kína um áratuga skeið og meðal annars tekið virkan þátt í starfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í þágu fatlaðra.

Deng Pufang og sendinefnd munu, auk fundar með félagsmálaráðherra og kynningu í félagsmálaráðuneytinu, eiga fundi í dag og á morgun með forseta Íslands og forsætisráðherra og hitta forystumenn Öryrkjabandalags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra. Sendinefndin mun kynna sér aðbúnað fatlaðra hér á landi, meðal annars með heimsókn á sambýli fatlaðra við Hólmasund 2 í Reykjavík og kynna sér starfsemi stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf.

Á fundi sínum með Deng Pufang í félagsmálaráðuneytinu í morgun hvatti Jón Kristjánsson, fráfarandi félagsmálaráðherra, til þess að unnið verði að samkomulagi milli kínverskra og íslenskra stjórnvalda um samskipti á vettvangi málefna fatlaðra en í gildi er samningur á milli þjóðanna á sviði heilbrigðismála.

Meðfylgjandi er dagskrá heimsóknarinnar.

Dagskrá heimsóknar Deng Pufang
og sendinefndar
frá Kína 15.–18. júní 2006

Fimmtudagur 15. júní

9.00–9.20 Fundur með félagsmálaráðherra, Jóni Kristjánssyni, í félagsmálaráðuneyti, Hafnarhúsi v/ Tryggvagötu.

9.20–10.00 Kynning á stefnu, skipulagi og framkvæmd þjónustu við fatlaða á Íslandi. Félagsmálaráðuneytið, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu

10.15–10.30 Stutt heimsókn á sambýli fatlaðra, Hólmasundi 2, 104 Reykjavík.

10.45–11.30 Fundur með fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands. Hátúni 10, (9 H vesturhús)105 Reykjavík.

18.00–19.00 Fundur með forseta Íslands á Bessastöðum.

Föstudagur 16. júní

9.00–10.00 Kynning á starfsemi stoðtækjafyrirtækisins Össurar hf. Íþróttamiðstöðin Laugardal, salur 1, Engjavegi 8, 104 Reykjavík.

10.20–11.15 Heimsókn til Íþróttasambands fatlaðra. Íþróttamiðstöðinni, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

15.00 Fundur með forsætisráðherra.


Laugardagur 17. júní

Skoðunarferðir o.fl.


Sunnudagur 18. júní

Brottför frá Keflavíkurflugvelli snemma að morgni.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum