Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing um markaðslaun og launajafnrétti

Samkvæmt jafnréttislögum ber að greiða konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Hins vegar hefur verið viðurkennt að málefnaleg sjónarmið, svo sem markaðslaun geti réttlætt launamismun. Setja má ýmsar spurningar við hugtakið markaðslaun í þessu sambandi, svo sem af hverju markaðurinn hefur áhrif á laun sumra starfsmanna en ekki annarra. Hvað felst í hugtakinu markaðslaun? Þarf að skilgreina hugtakið betur og þá með hvaða hætti?

Þessar spurningar eru meðal þeirra sem fjallað verður um á málþingi á Bifröst um markaðslaun og launajafnrétti föstudaginn 25. ágúst nk. Þar fjalla fjórir sérfræðingar á sviði jafnréttismála um viðfangsefnið út frá mismunandi sjónarhornum. Málþingið, sem verður á ensku, er haldið á vegum Rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst.

Málþingið er öllum opið, án endurgjalds. Það fer fram í Hriflu, hátíðarsal Viðskiptaháskólans á Bifröst. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig  fyrir föstudag á netfangið [email protected]

Dagskrá:

Kl. 14:00. Setning málþings.

Elín Blöndal, forstöðumaður Rannsóknaseturs vinnuréttar og jafnréttismála.

Kl. 14:10. Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu: Equal pay in Iceland.

Kl. 14:25. Dr. jur. Per Norberg, lecturer, University of Lund: The concept of market forces in Swedish gender  equality law.

Kl. 14:40. Kaffihlé

Kl. 15:00. Ása Ólafsdóttir, hrl: The Icelandic perspective

Kl.15:15. Dr. økonom Jenne Säve-Söderbergh,Research Fellow, Stockholm
University:To what extent can the market explain wage differences? An economics perspective

Kl. 15:30 Umræður og fyrirspurnir

Kl. 16:00 Lok málþings

Fundarstjóri verður Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu.

Í lok málþings býður Viðskiptaháskólinn á Bifröst upp á léttar veitingar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum