Hoppa yfir valmynd
19. júní 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð menntunar á sviði máltækni

Í janúar 2017 skipaði stýrihópur íslenskrar máltækni starfshóp til að gera „stutta skýrslu um
stöðu og framtíð menntunar á sviði máltækni“. Í skýrslunni skyldi fjallað um almenn námskeið í háskólunum sem tengja mætti við máltækni eða máltækniverkefni; högun meistaranáms í
máltækni og verkefni innan þess; lokaverkefni á meistarastigi sem tengjast máltækni; og
doktorsnám sem tengist máltækni en gæti verið á ýmsum sviðum. Megintillaga hópsins er að Þverfaglegt meistaranám í máltækni í samvinnu Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík haldi áfram og verði endurskipulagt og eflt með þátttöku fleiri deilda innan skólanna en verið hefur. Tekið verði inn í námið á hverju ári frá hausti 2018. Forsenda fyrir framhaldi og eflingu námsins er sú að hvor skóli um sig fái 10 m.kr. viðbótarfjárveitingu á ári, tímabundna til fimm ára.

Skýrsla starfshóps um stöðu og framtíð menntunar á sviði máltækni

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum