Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2016 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga

Birt hefur verið ný reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga en reikningsskila- og upplýsinganefnd skal gera tillögu um slíka reglugerð samkvæmt ákvæði 75. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Reglugerðin skal innihalda samræmdan upplýsingalykil, vinnslu, meðferð, form og efni fjárhagsáætlana og vinnslu, meðferð, form og innihald ársreiknings og meðferð á skýrslum endurskoðanda um hann. Fyrri reglugerð er frá árinu 2000, nr. 944/2000, með síðari breytingum.

Reikningsskila- og upplýsinganefnd vann meðfylgjandi reglugerð samkvæmt framangreindu þar sem m.a. hefur verið tekið tillit til breytinga sem ný sveitarstjórnarlög höfðu í för með og eldri ákvæði yfirfarin í ljósi reynslunnar. Við vinnu nefndarinnar var haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga, leitað ráðgjafar tveggja fjármálastjóra sveitarfélaga og óháðra sérfræðinga á sviði reikningsskila.

Helstu breytingar frá eldri reglugerð felast í útfærslu á viðauka við fjárhagsáætlun en það ákvæði var nýjung í sveitarstjórnarlögum, gerð yfirlits um ábyrgðir og skuldbindingar sem flokkast utan samstæðu reikningsskilanna, endurbætt framsetningu ársreikninga og fjárhagsáætlana, endurskoðuð framsetning bókhaldslykla og skýrari fyrirmæli um skil á fjárhagsupplýsingum í upplýsingaveitu sveitarfélaga.

Við undirbúning reglugerðarinnar voru drög hennar í tvígang send sveitarfélögum til yfirferðar og formlegrar umsagnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum