Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Kristján Sigurðsson skipaður forstjóri Sólvangs

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristján Sigurðsson forstjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs til fimm ára frá 1. febrúar 2017. Kristján var valinn úr hópi þeirra þriggja umsækjenda sem lögskipuð hæfnisnefnd mat vel hæfa til að gegna starfinu.

Kristján er viðskiptamenntaður með BS gráðu frá Nova South-Western University, 1988 og MBA gráðu frá University of Wisconsin, 1998. Kristján hefur verið forstjóri Vigdísarholts frá árinu 2014 en fór jafnframt með forstöðu á Sólvangi árin 2015 – 2016. Hann var verkefnastjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund á árunum 2009 – 2014, og frá 2000 – 2009 var hann forstöðumaður stjórnunarsviðs Hrafnistu. Af störfum fyrir þann tíma má nefna starf deildarstjóra starfsmannaþjónustu Ríkisspítala, starf á hagdeild Ríkisspítala og framkvæmdastjórastöðu við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Kristján var formaður launanefndar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) árin 2003 – 2009 og aftur 2011-2012.

Í mati hæfnisnefndar kemur fram að Kristján hafi ágæta þekkingu og reynslu af rekstri í öldrunarþjónustu, sem formaður launanefndar SFV hafi hann leitt vinnu við gerð kjarasaminga og haft eftirfylgd með fjárveitingu til þeirra. Styrkleikar Kristjáns séu á sviði rekstur og fjármálastjórnunar og hann vel hæfur til að gegna starfinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum