Fundað með aðstoðarframkvæmdastjóra OCHA
Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með Kyung-wha Kang, aðstoðarframkvæmdastjóra samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA en hún tekur nú þátt í árlegum samráðsfundi með fulltrúum Norðurlandanna. OCHA sinnir mikilvægu starfi þar sem skrifstofan skipuleggur neyðaraðstoð og samhæfir starf undirstofnana SÞ og annarra á vettvangi. Mikið hefur mætt á stofnuninni síðustu mánuði , m.a. vegna stríðsátakanna í Sýrlandi en yfir 12 milljónir Sýrlendinga þurfa á neyðaraðstoð að halda og um 3,9 milljónir hafa flúið til nágrannaríkjanna.OCHA starfar nú í 38 löndum, m.a. Sýrlandi, Írak, Jemen, Afganistan Malí, Sómalíu og Úkraínu.