Hoppa yfir valmynd
18. maí 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Íslendingar styðja átak til hjálpar alnæmissjúkum

57. alþjóðaheilbrigðisþingið var formlega sett í Genf í gær, en þingið stendur fram á laugardag. Fulltrúar 192 þjóða eru á þinginu og eru Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Kim Dae-jung forseti S-Kóreu meðal ræðumanna á þinginu. Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, var við setningu þingsins og ávarpaði ráðherra það í morgun. Meginefni 57. alþjóðaheilbrigðisþingsins er alnæmisvandinn í heiminum, en framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur lagt til að þjóðir heims sameinist í að koma þremur milljónum íbúa Afríku, sem búa sunnan Sahara, á lyfjameðferð vegna sjúkdómsins fyrir árslok 2005. Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, lýsti yfir því á þinginu í morgun fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að Ísland styddi tillögu og aðgerðaáætlun framkvæmdastjórans og að ríkisstjórnin hefði ákveðið að 15 milljónir króna skyldu renna sérstaklega til verkefnisins af hálfu Íslendinga. Jón Kristjánsson lagði einnig í ávarpi sínu áherslu á forystuhlutverk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (AHS/WHO) í baráttunni gegn alnæmi.

Ávarp ráðherra...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum