Hoppa yfir valmynd
13. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Ganga til liðs við vígasveitir vegna aðgerða stjórnvalda - ekki vegna trúarbragða

UndpskyrslaSEPT17Hundruð fyrrverandi vígamanna í Afríkjuríkjum segjast hafa gengið til liðs við öfgasamtök vegna aðgerða ríkisstjórna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNDP, Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. 

Meðlimir vígasveitanna segja að vendipunkturinn í ákvörðun þeirra að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin hafi verið aðgerðir af hálfu stjórnvalda, t.d. morð eða handtaka á vini eða fjölskyldumeðlimi en ekki trúarbrögð eins og margir álíta. 

Skýrslan nefnist Journey to Exstremism. Hún byggir á viðamestu rannsóknum sem gerðar hafa verið á þessum málaflokki og kemur líkast til með að verða umdeild, segir breska dagblaðið The Guardian. Reuters fréttastofan segir fátækt og aðgerðir stjórnvalda leiða til þess að ungt fólk gengur til liðs við öfgasamtök. 

Vígasveitirnar sem stjórnvöld beina spjótum sínum að, oft með stuðningi Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja, eru jihad-sveitir eins og Boko Haram í vesturhluta Afríku og al-Shabaab í austanverði álfunni, svo og Íslamska ríkið og al-Qaida. Vígasveitir hafa samkvæmt frétt Guardian myrt 33 þúsund einstaklinga á síðustu sex árum, valdið því að þúsundir hafa flosnað upp af heimilinu sínum, skapað neyðarástand á mörgum fjölmennum svæðum og dregið úr efnahagslegum vexti í álfunni. Af rúmlega 500 fyrrverandi liðsmönnum vígasveita sem rætt var við vegna skýrslunnar nefndu 71% aðgerðir stjórnvalda sem meginástæðu fyrir ákvörðuninni um að ganga til liðs við öfgasveitir. 

https://www.youtube.com/results?search_query=joruney+to+extremism"Á vef UNDP á YouTube er að finna nokkur myndbönd með viðtölum við liðsmenn vígasveita.

Poverty and state abuse, not religion, push Africans to militants: U.N
Double-edged Sword: Vigilantes in African Counter-insurgencies/ CrisisGroup

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum