Hoppa yfir valmynd
20. september 2022 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um evrópska reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um tillögu að endurskoðaðri reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum er til og með 21. nóvember 2022.

Meginmarkmið nýrrar reglugerðar er að auka afköst við að afgreiða flugvélar, en víða er aðstaða til slíkrar afgreiðslu takmörkuð. Þá á að tryggja að aðgangur að afgreiðslutíma sé veittur af sanngirni og með þeim hætti að fyrirkomulagið sé áreiðanlegt og öllum kunnugt.

Einnig er unnið að því að tekið verði fullt tillit til sjónarmiða um að auka samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og efla tengingu milli samgöngumáta.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum