Hoppa yfir valmynd
1. maí 2011 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra opnar ræðisskrifstofu í Mumbai og fundar með ráðamönnum í Maharastra

OS-og-Gul-Kripalani
OS-og-Gul-Kripalani

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Prithviraj Chavan,forsætisráðherra Maharastra, og fór fundurinn fram í höfuðborginni Mumbai. Á fundinum ræddu ráðherrarnir möguleika aukins viðskiptasamstarfs Íslands og Indlands m.a. í sjávarútvegi og jarðhita. Maharastra er annað stærsta hérað Indlands með ríflega 110 milljónir íbúa og þar eru jarðhitasvæði sem indversk stjórnvöld hafa hug á að nýta til að mæta orkuþörf landsins. Utanríkisráðherra greindi frá reynslu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku og hvatti til aukins samstarfs íslenskra og indverskra fyrirtækja. Tók forsætisráðherra Maharastra undir þau hvatningarorð og sagðist þekkja til sérþekkingar Íslands í jarðhitamálum. Jafnframt ræddu ráðherrarnir fyrirhuguð áform um að indverskir sérfræðingar komi til náms í Jarðhitaskóla og Sjávarútvegsháskóla SÞ, og mögulegt samstarf í kvikmyndaiðnaði en Mumbai er, auk þess að vera miðstöð viðskipta og fjármálalífs, einnig höfuðborg indverskra kvikmynda. Síðar um daginn hitti utanríkisráðherra Kateeekal Sankaranarayanan, héraðsstjóra Maharastra, og ræddu þeir þeir á sömu nótum mögulegt samstarf Íslands og Indlands.

Á föstudag opnaði utanríkisráðherra nýja kjörræðisskrifstofu Íslands í Mumbai. Kjörræðismaður Íslands í borginni er Gul Kripalani, stofnandi og framkvæmdastjóri indverska sjávarútvegsfyrirtækisins Pijikay.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum