Hoppa yfir valmynd
13. júní 2006 Utanríkisráðuneytið

Fundur ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

 

Nr: 030

Í gær fór fram fundur ráðherraráðs Evrópska efnahagssvæðisins í Lúxemborg. Fundinn sátu fulltrúar frá Noregi, Liechtenstein, Íslandi, Austurríki og Finnlandi auk fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB. Af Íslands hálfu sat Gunnar Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri fundinn fyrir hönd utanríkisráðherra Geirs H. Haarde.

Á fundinum var rætt um framkvæmd EES samningsins og var samdóma álit aðila að rekstur samningsins gangi mjög vel. Fulltrúi Íslands, talsmaður EFTA ríkjanna, gerði grein fyrir afstöðu ríkjanna til hinna ýmsu verkefna og áætlana ESB. Var m.a. lögð sérstök áhersla á mikilvægi þátttöku EFTA ríkjanna í undirbúningi löggjafar á vettvangi ESB. Áhersla var einnig lögð á skjóta ákvarðanatöku varðandi áframhaldandi þátttöku EFTA ríkjanna í ýmsum áætlunum ESB fyrir tímabilið 2007 til 2013, svo sem á sviði rannsókna og þróunar. Einnig var vikið að fyrirhugaðri stækkun Evrópska efnahagssvæðisins vegna inngöngu Búlgaríu og Rúmeníu í ESB. Einnig var af EFTA hálfu lögð áhersla á nauðsyn þess að aflétta að fullu banni við notkun á fiskimjöli í fóður fyrir jórturdýr.


Í tengslum við fundinn áttu fulltrúar EFTA ríkjanna og aðildarríkja ESB með sér pólitískt samráð um stöðu mála í Darfur, á Balkanskaga og í Miðausturlöndum.

 

 

 

 

Utanríkisráðuneytið

                                            Reykjavík 13. júní 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum