Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Meðalaldur frambjóðenda er 46,2 ár

Frambjóðendur í alþingiskosningunum eru 1512 talsins og eru karlar 58,2% frambjóðenda eða alls 880 og konur 41,8% eða 632 talsins. Meðalaldur frambjóðenda er 46,2 ár. Elsti frambjóðandinn er 104 ára og sá yngsti 18 ára.


Þegar skoðuð eru fimm efstu sætin á öllum framboðslistum sést að konur eru hlutfallslega fleiri í framboði í Reykjavíkurkjördæmunum en annars staðar á landinu. Meðalaldur fimm efstu frambjóðenda er lægstur í Suðurkjördæmi eða 42,9 ár og hæstur í Reykjavíkurkjördæmi norður eða 47,5 ár.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum