Hoppa yfir valmynd
21. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Meðalaldur frambjóðenda

Á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum  31. maí næstkomandi eiga sæti tæplega þrjú þúsund einstaklingar og er meðalaldur þeirra 44,4 ár. Þetta er mjög áþekkt því sem var í kosningunum 2010 en þá var  meðaltalið 44,8 ár.  Í sveitarstjórnarkosningunum 2002 og 2006 var meðalaldur frambjóðenda aftur á móti 43 ár.

Meðalaldur karla er hærri en kvenna, eða 45,5 ár samanborið við 43,1 ár hjá konum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira