Hoppa yfir valmynd
22. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Kjörskrár sveitarfélaga hafa verið lagðar fram

Rétt er að minna á að nú hafa öll sveitarfélög á landinu lagt fram kjörskrár almenningi til sýnis á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað sem sveitarstjórnin auglýsir. Kjörskrá á að liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Kjósendur eiga að koma athugasemdum sínum við kjörskrá á framfæri við hlutaðeigandi sveitarstjórn eins fljótt og unnt er. Sveitarstjórn skal þegar taka athugasemdir til meðferðar og gera viðeigandi leiðréttingar. Leiðréttingar má gera fram á kjördag en rétt er að minna á að óheimilt er að breyta kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili barst ekki Þjóðskrá Íslands fyrir 10. maí s.l.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum