Hoppa yfir valmynd
22. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar - þjónusta sýslumanna

Áður hefur komið fram að atkvæðagreiðsla ­utan kjörfund­ar í Laugardalshöll í Reykjavík er hafin og er opið þar alla daga frá klukk­an 10:00 – 22:00. Á vefsíðu sýslumanna má nálgast upplýsingar frá öllum sýslumannsembættum á landinu um þjónustu vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Embættin eru talin upp í landfræðilegri röð umhverfis landið. Tengil má nálgast hér.

  • Rétt er að minna á að öllum sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er, óháð búsetu eða lögheimili.
  • Ef atkvæðið er greitt hjá kjörstjóra í öðru umdæmi en því sem kjósandi er á kjörskrá þá annast og kostar hann sjálfur sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst en sendingin er eftir sem áður á kostnað kjósanda. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess sveitarfélags þar sem kjósandi er á kjörskrá.
  • Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna.
  • Sjá fyllri upplýsingar, ásamt með leiðbeiningarmyndbandi, um kosningu utan kjörfundar hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum