Hoppa yfir valmynd
9. mars 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sameiginleg yfirlýsing um aðgerðir gegn Rússlandi og Belarús á sviði íþrótta

Mennta- og barnamálaráðherra hefur undirritað sameiginlega yfirlýsingu ráðherra íþróttamála 37 ríkja um aðgerðir gegn Rússlandi og Belarús á sviði íþrótta vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Íþróttasambönd eru hvött til að:

  • heimila hvorki Rússlandi né Belarús að halda alþjóðlega íþróttaviðburði.
  • heimila ekki keppendum, skipuleggjendum og liðum sem keppa fyrir hönd Rússlands eða Belarús að keppa í öðrum löndum. Þetta á einnig við um þau sem keppa fyrir hönd aðila, borga eða vörumerkja sem standa fyrir Rússland eða Belarús, þ.m.t. stór knattspyrnufélög.
  • takmarka fjárveitingar og stuðning aðila með tengingu við Rússland eða Belarús.

Einnig eru íþróttasambönd hvött til að refsa ekki íþróttafólki, þjálfurum og dómurum sem ákveða að rifta samningi við félög frá Rússlandi, Belarús eða Úkraínu. Auk þess eru þau hvött til að refsa ekki skipuleggjendum fyrir að meina íþróttamönnum eða -liðum sem keppa fyrir hönd Rússlands eða Belarús þátttöku á íþróttaviðburðum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum