Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2006 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Líberíu

Fastafulltrúarnir M. Nathaniel Barnes og Hjálmar W. Hannesson. Að baki þeim standa James Z. Eesiah, sendifulltrúi og Emil Breki Hreggviðsson, sendiráðunautur.
Stofnun stjórnmálasambands við Líberíu

Fastafulltrúar Íslands og Líberíu hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og M. Nathaniel Barnes, undirrituðu í New York, þriðjudaginn 28. nóvember, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og landamæri að Síerra Leóne, Gíneu og Fílabeinsströndinni. Landið byggja um það bil 3.5 milljónir íbúa.

Friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna hefur aðsetur í Líberíu og samtökin vinna með þarlendum stjórnvöldum að uppbyggingarstarfi eftir blóðuga borgarstyrjöld undanfarinna ára.

Fastafulltrúarnir ræddu á fundi sínum tvíhliða samskipti ríkjanna þ.á m. möguleika á samstarfi ríkjanna á sviði sjávarútvegs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum