Hoppa yfir valmynd
15. júlí 2011 Innviðaráðuneytið

Hlé á ferjuflutningum meðan Múlakvísl er hleypt undir nýju brúna

Vatni verður hleypt undir hina nýju bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl klukkan 17 í dag og á meðan verður hlé á flutningum á fólki og bílum yfir ána. Þegar séð verður hvernig áin hagar sér í nýjum farvegi verður nýtt vað útbúið seint í kvöld og flutningar gætu þá hafist á ný.

Brúarvinnuflokkar Vegagerðarinnar ljúka sjálfri brúarsmíðinni í dag og eru síðustu handtökin við að setja upp vegrið og aka grjóti og möl í varnargarða. Eftir að búið verður að veita ánni undir nýju bráðabrigðabrúna verður staðan metin með tilliti til þess hvenær hægt verður að hleypa umferð á brúna og opna þar með Hringveginn að nýju.

Tímasetningar opnuninni verða ekki ákveðnar fyrr en á laugardagsmorgun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum