Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Útboð á tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Vegagerðinni að hefja undirbúning að útboði á tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar út frá Reykjavík. Verður skipuð verkefnisstjórn til að vinna frumáætlun um fjármögnun og rekstrarfyrirkomulag og undirbúa samráð við viðkomandi sveitarfélög.

Gert er ráð fyrir sérstakri fjáröflun vegna verksins í samræmi við þingsályktun um samgönguáætlun 2007 til 2010 en þar er þó ekki tekin afstaða til þess hvernig verkið skuli greitt. Til greina koma nokkrar leiðir, svo sem einkaframkvæmd sem byggist á notendagjöldum, ríkisframlagi eða framlagi einkaaðila en einnig getur verið um að ræða hefðbundna fjáröflun sem væri ríkisframlag eða lántaka.

Í bréfi samgönguráðherra til vegamálastjóra er óskað eftir að verkefnisstjórnin hefji viðræður við sveitarfélög á viðkomandi svæðum um skipulagsmál vegna legu veganna og tenginga við nærliggjandi byggðir. Óskað er eftir því að verkefnisstjórnin hraði störfum sínum eins og kostur er en hún verður skipuð fulltrúum Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins. Viðkomandi sveitastjórnum hefur verið gerð grein fyrir þessari ákvörðun ráðherra.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira