Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2022 Utanríkisráðuneytið

Tæplega eitt þúsund börn látist eða særst í Úkraínu

Ljósmynd: Amnon Gutman / Save the Children - mynd

Að minnsta kosti 16 prósent þeirra barna sem týndu lífi í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst fyrir rúmu hálfu ári höfðu ekki náð fimm ára aldri. Frá upphafi innrásarinnar, 24. febrúar, fram til 10. ágúst létust eða særðust ekki færri en 942 börn í Úkraínu, að meðaltali fimm börn á degi hverjum. Alls fórust 356 börn og 586 voru særð.

Alþjóðasamtökin Save the Children, Barnaheill, vekja athygli á þessum upplýsingum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, OHCHR. Samkvæmt gögnunum létust á fyrrnefndu tímabli 59 börn yngri en fimm ára, eða 16 prósent þeirra 356 barna sem létu lífið í átökunum. Að mati Sameinuðu þjóðanna er líklegt að fleiri börn hafi týnt lífi en opinber gögn segja til um en langflest barnanna eru drepin í loftárásum eða öðrum öðrum árásum með sprengivopnum í þéttbýli.

Milljónir barna frá Úkraínu hafa flúið heimili sín en áætlað er að 3,1 milljón barna búi sem flóttabörn í nágrannalöndum. Talið er að um þrjár milljónir barna hafist við innan Úkraínu.

Samkvæmt nýjustu tölum frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna hafa 5,514 almennir borgarar fallið í Úkraínu og 7,698 særst.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

16. Friður og réttlæti

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum