Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2013 Innviðaráðuneytið

Slysavarnafélagið Landsbjörg og ríkið semja um styrk til endurbóta á björgunarskipum

Undirritað var í dag samkomulag milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og innanríkisráðherra um greiðslur úr ríkissjóði vegna viðhalds og endurbóta björgunarskipa félagsins. Samkomulagið undirrituðu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Hörður H. Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Ögmundur Jónasson spjallar við Jón Gunnarsson flutningsmann þingsályktunartillögunnar um björgunarskipin og til vinstri sést í Hörð M. Harðarson, formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Ögmundur Jónasson spjallar við Jón Gunnarsson flutningsmann þingsályktunartillögunnar um björgunarskipin og til vinstri sést í Hörð M. Harðarson, formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Undirritunin fór fram um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og við athöfnina lýstu bæði Ögmundur Jónasson og Hörður M. Harðarson ánægju með samkomulagið. Ráðherra sagði það gert á grundvelli þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í mars síðastliðnum en fyrsti flutningsmaður hennar var Jón Gunnarsson, fyrrverandi forseti félagsins. Sagði ráðherra Jón Gunnarsson eiga lof skilið fyrir að beita sér í málinu en sagði jafnframt að þingmenn allra flokka hefðu átt aðild að þingmálinu og endurspeglaði það þverpólitískan velvilja til Slysavarnafélagsins Landsbjargar og skilning á því mikilvæga starfi sem félagið ynni. Formaður félagsins sagði þetta tímamótasamning sem skipti verulegu máli fyrir þetta verkefni.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Hörður M. Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skrifuðu undir samninginn.Markmið þingsályktunarinnar er að tryggja að félagið geti staðið fyrir eðlilegri og nauðsynlegri endurnýjun björgunarskipaflotans enda eru björgunarskip félagsins órjúfanlegur hluti af öryggiskerfi Íslands á leitar- og björgunarsvæði landsins. Jafnframt fól Alþingi innanríkisráðherra að kanna þörf og möguleika á að fá enn öflugri skip á tiltekna staði á landinu og er í samkomulaginu kveðið á um að samningsaðilar skuli ráðast í þá könnun.

Samkomulagið kveður á um 30 milljóna króna árlega greiðslu til verkefnisins árin 2014 til 2021 miðað við verðlag ársins 2012. Slysavarnafélagið Landsbjörg forgangsraðar verkefnum sem liggja fyrir varðandi viðhald og endurbætur á björgunarskipunum og skal skila innanríkisráðuneytinu áætlun eigi síðar en 15. desember 2013. Þá skal félagið árlega afhenda ráðuneytinu áfangaskýrslur um verkefnið.

NauðsynlTilvonandi björgunarsveitarmenn litu um borð í eitt björgunarskipanna.eg klössun

Mörg skipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru keypt notuð af Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu. Nú er svo komið að tvö til þrjú skip þurfa nauðsynlega á klössun að halda, meðal annars vélaskiptum. Með nýjum og öflugri vélum fengist meira rekstraröryggi ásamt því að rekstrarkostnaður mundi lækka umtalsvert. Búast má við að öll önnur skip í björgunarskipaflotanum þurfi jafnframt slíka klössun á næstu 10 árum. Einnig eru tæki og búnaður að nokkru leyti úrelt en hröð þróun hefur verið í siglinga- og leiðsögutækjabúnaði síðustu ár og því nauðsynlegt að endurnýja hann. Skrokkur og yfirbygging skipanna eru í mjög góðu ástandi og talið hagkvæmt að fara í slíkar aðgerðir þar sem skipin endist þá a.m.k. í 15 ár til viðbótar. Kostnaður er talinn nema 20 til 30 milljónum króna á skip en nýsmíði á sambærilegu skipi er talin kosta 350–400 milljónir króna.

Innanríkisráðherra og fylgdarlið skoðaði björgunarskip í fylgd áhafna þeirra.

Margir félagsmenn voru viðstaddir athöfnina og höfðu komið sigandi á björgunarskipum að Sæbjörginni.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum