Hoppa yfir valmynd
11. júní 2008 Innviðaráðuneytið

Ráðstöfun aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2008

Samgönguráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlags til sveitarfélaga á grundvelli 2. gr. reglna nr. 526 frá 29. maí 2008.

Samgönguráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlags til sveitarfélaga á grundvelli 2. gr. reglna nr. 526 frá 29. maí 2008.

Með ákvörðun ráðherra er ráðstafað hluta af þeim fjármunum sem renna til slíkra aukaframlaga í ár, en þeim er ætlað að jafna aðstöðumun sveitarfélaga sem talin eru í mestri þörf fyrir sérstakt viðbótarframlag vegna þróunar í rekstrarumhverfi þeirra og erfiðra ytri aðstæðna.

Alls verður úthlutað 1.400 milljónum til sveitarfélaga á árinu en tillaga ráðgjafarnefndar nú miðar að því að greiða framlag til sveitarfélaga á grundvelli ákvæða um íbúafækkun, sbr. 2. gr. framangreindra reglna. Lagt er til að úthlutað verði 400 milljónum króna til sveitarfélaga þar sem íbúum fækkaði árin 2003 – 2007. Einungis kemur til úthlutunar framlags ef hlutfallsleg fækkun íbúa hefur verið umfram 1,5% á tímabilinu, auk þess sem aðeins verður greitt framlag til sveitarfélaga þar sem fækkun íbúa er umfram níu á tímabilinu. Þá er það ennfremur skilyrði fyrir úthlutun framlags á grundvelli þessa ákvæðis sem og á grundvelli annarra ákvæða reglnanna að heimild til útsvarsálagningar fyrir tekjuárið 2008 sé fullnýtt af sveitarstjórn.

Framlagið kemur til greiðslu eigi síðar en 15. júní 2008, en í meðfylgjandi skjali gefur að líta yfirlit yfir framlög einstakra sveitarfélaga.

Lista yfir ráðstöfun aukaframlagsins má sjá hér.

Hvað varðar önnur framlög á grundvelli reglnanna nr. 526/2008, þ.e. framlag vegna þróunar útsvarsstofns, framlag vegna íbúaþróunar og framlög til sameinaðra sveitarfélaga, mun ráðgjafarnefndin leggja fram tillögur um úthlutanir þeirra framlaga í september á grundvelli áætlaðs álagningarstofns útsvars vegna tekna ársins 2007.

Í september koma 500 milljónir króna til greiðslu vegna aukaframlagsins og eftirstöðvarnar, 500 milljónir króna, í desember þegar álagningarstofn útsvars með áorðnum breytingum vegna tekna ársins 2007 liggur fyrir og endurskoðun á úthlutun framangreindra framlaga hefur farið fram.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum