Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Kvennasviði og Geislavörnum veitt viðurkenning

Kvennasvið Landsspítala og Geislavarnir ríkisins fengu í dag sérstaka hvatningarviðurkenningu fjármálaráðherra. Það var Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sem afhenti Samkeppniseftirlitinu viðurkenninguna, sem ríkisstofnun til fyrirmyndar 2008, og við sama tækifæri veitti fjármálaráðherra sérstök hvatningarverðlaun sem komu í hlut Kvennasviðs Landspítala og Geislavarna ríkisins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar, og þau Hildur Harðardóttir, Margrét Hallgrímsson og Sigurður Magnússon, veittu hvatningarviðurkenningunni viðtöku fyrir hönd Kvennasviðs og Geislavarna.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira