Hoppa yfir valmynd
13. júní 2023 Utanríkisráðuneytið

Varnarmálaráðherrafundur JEF fór fram í Hollandi

Varnamálaráðherrar sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (Joint Expeditionary Force, JEF)  funduðu í Amsterdam í dag, þriðjudaginn 13. júní. Ráðherrarnir ræddu stuðning ríkjanna við Úkraínu, viðbrögð við fjölþáttaógnum og næstu verkefni samstarfsins sem hverfast meðal annars um að viðhalda öryggi og stöðugleika í Norður-Evrópu, á norðurslóðum, í Norður-Atlantshafi og á Eystrasaltssvæðinu.

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Martin Eyjólfsson, sótti varnarmálaráðherrafundinn fyrir hönd utanríkisráðherra. Gefin var út sameiginleg yfirlýsing í kjölfar fundarins. 

JEF er samstarfsvettvangur líkt þenkjandi Norður-Evrópuríkja - Norðurlanda, Eystrasaltsríkja, Hollands og Bretlands - um öryggis- og varnarmál með áherslu á norðurslóðir, Norður-Atlantshafið og Eystrasaltið. Norðurlöndin.Áhersla er jafnframt lögð á snemmbúin viðbrögð við hvers kyns aðstæðum á friðar-, hættu- og ófriðartímum. Þannig styður JEF við starfsemi og verkefni Atlantshafsbandalagsins og annarra fjölþjóða samstarfsvettvanga. Þátttökuríkin eiga jafnframt reglubundið og virkt öryggispólitískt samráð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum