Hoppa yfir valmynd
14. september 2018 Utanríkisráðuneytið

Alheimshreinsunardagur á morgun, laugardag

Á morgun, laugardaginn, 15. september, sameinast þjóðir heims í stærsta hreinsunarátaki sem um getur: World Cleanup Day. Fram kemur á vef Landverndar að Ísland láti sitt ekki eftir liggja, LandverndBlái herinnJCIPlastlaus septemberplokkarar og allir sem hafa áhuga á að búa í hreinum heimi, sameini krafta sína og hreinsi fjöll af rusli í tengslum við þennan alheimsviðburð.

Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að Alheimshreinsunardagurinn 15. september reki uppruna sinn til aðgerðasinna í Eistlandi sem skipulögðu fyrstu hreinsun sína fyrir tíu árum og virkjuðu 4% Eista. Nú hafa stjórnvöld í Eistlandi ákveðið að styðja Alheimshreinsunardaginn 2018 til þess að fagna 100 ára afmælis sjálfstæðis landsins. “Gjöf Eistlands til heimsins í tilefni afmælisins er Alþjóðahreinsunardagurinn 2018, gjöf sem felur í sér hreinni og heilbrigðari plánetu og betri framtíð fyrir alla,” segja Eistar.

„Samtökin Kýlum á það heimur! (Let´s do it! World) standa að baki alheims-átakinu og er hugsunin sú að hver og einn einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til þess að stuðla að jákvæðum breytingum. Ef aðeins ein manneskja ákveður að hreinsa til í götunni sinni og vinirnir fylgja í kjölfarið, hefur grettistaki verið lyft og jörðin er aðeins hreinni en áður,“ segir í frétt UNRIC.

Hreinsunardagurinn,  World Clean UP Day, snýst ekki um að hreinsa heiminn í einn dag. „World Clean UP Day er ætlað að vekja heiminn til vitundar,” segir Eva Truuverk, oddviti Kýlum á það, heimur – samtakanna.  

Markmiðið er að fimm af hundraði íbúa landanna 150, verði þátttakendur í átakinu. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Environment) styður átakið.

Í frétt UNRIC segir að á hverju ári endi 8 milljónir tonna af plasti í heimshöfunum. Fyrr á þessu ári hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsbyggðina til að skera upp herör til að „sigrast á plast-menguninni,” og benti á að „örplasteindir í hafinu (væru) fleiri en stjörnurnar í vetrabrautinni.”

Frétt UNRIC

Frétt Landverndar

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum