Hoppa yfir valmynd
29. september 2017 Matvælaráðuneytið

Til umsagnar: Reglugerð um framleiðslu og útflutning á fiskiolíu

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð sem fjallar um framleiðslu og útflutning á fiskiolíu til ríkja utan hins Evrópska efnahagssvæðis. Megintilgangur reglugerðarinnar er að tryggja öryggi og gæði fiskiolíu sem ætluð eru til markaðssetningar utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Reglugerðin setur sérstök skilyrði varðandi framleiðslu, dreifingu, markaðssetningu og útflutning á matvælum og fóðri til þriðju ríkja. Meðal skilyrða má nefna skilyrði varðandi öryggi, matvæli og fóður skulu uppfylla lögbundnar kröfur móttökuríkisins, framleiðsla og geymsla afurða skal aðskilin frá annarri framleiðslu og geymslu og eins þarf að merkja hinn útflutta varning með sérstökum hætti.

Að auki þurfa fyrirtæki sem hyggjast framleiða og/eða flytja út fyrrgreindan varning að afla samþykkis Matvælastofnunar áður en starfsemi er hafin.

Hægt er að senda inn umsagnir um drögin til og með 13. október 2017 á netfangið [email protected] og í bréfpósti á Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.  

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum