Hoppa yfir valmynd
19. október 2016 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samningur um ljósritun oghliðstæða eftirgerð höfundarréttarvarins efnis í skólum

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert nýjan samning við Fjölís, hagsmunafélag höfundarréttarsamtaka og leysir marga eldri samninga af hólmi og veitir auknar heimildir.

Samningurinn nær til allra skóla sem eru reknir af ríki eða sveitarfélögum eða njóta viðurkenningar og stuðnings hins opinbera í starfi sínu. Hann nær því til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla, tónlistarskóla og framhaldsfræðslu.

Samningurinn felur í sér heimild til að afrita efni sem nýtur höfundarréttarverndar, til viðbótar og fyllingar öðru efni, óháð því hvaða tækni er notuð vegna kennslu, stjórnsýslu og rannsókna í skólum.. Hann heimilar því ljósritun, skönnun, rafræna eftirgerð og stafræna dreifing en flestir fyrri samningar heimiluðu aðeins ljósritun.

Samningurinn er til 3ja ára, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2018. Ráðuneytið greiðir Fjölís 107 m.kr. á ári , en þar af nemur hlutdeild sveitarfélaga 20 m.kr. og greiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hana. Fjárhæðirnar breytast milli ára í samræmi við almenna verðlagsþróun .

Helstu samningar sem nýi samningurinn tekur við af eru í fyrsta lagi samningur Fjölís frá 2001 við mennta- og menningarmálaráðuneytið um ljósritun í grunn-, framhalds- og háskólum. Í öðru lagi samningur sem rann út á miðju ári 2011 við háskólana um stafræna afritun (s.s. skönnun) á íslensku efni en ekki erlendu. Í þriðja lagi samningar við einstök sveitarfélög sem heimilar ljósritun í leikskólum og tónlistarskólum. Í fjórða lagi samningar við einstaka einkarekna tónlistarskóla sem heimila ljósritun og í fimmta og síðasta lagi samningur við Kvasir samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.

Í tengslum við samninginn var undirritað samkomulag milli mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytisins vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði til að greiða fyrir afnot verka í starfsemi þeirra skóla sem reknir eru af sveitarfélögum eða með stuðningi þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum