Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu

Skurðaðgerð undirbúin
Skurðaðgerð undirbúin

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu. Hlutverk starfshópsins er að gera tillögur að verklagi í tengslum við tilkynningar og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð sjúklings, samanber lög um dánarvottorð og krufningar og lög um landlækni og lýðheilsu.  

Hópnum er jafnframt ætlað að fara yfir gildandi löggjöf hér á landi og kanna hvort þörf sé á breytingum. Hópurinn skal í þessu sambandi skoða löggjöf nágrannaríkjanna og verklag sem þar tíðkast. Markmiðið er að tryggja að löggjöf, verklag og rannsókn vegna óvæntra dauðsfalla í heilbrigðisþjónustu verði með sem bestum hætti hér á landi.

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum til ráðherra eigi síðar en 15. júní 2015.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum