Hoppa yfir valmynd
9. júlí 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra á Kárahnjúkum

Jón Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, kynnti sér aðstæður heilbrigðisþjónustunnar við Kárahnjúka í gær. Heimsótti ráðherra sjúkraskýlið á framkvæmdasvæði Impregilo í fylgd fulltrúa frá heilbrigðismálaráðuneytinu og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hann ræddi við lækni og hjúkrunafólk á staðnum og fékk upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á svæðinu, samskiptin við starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands og aðrar stofnanir sem veita heilbrigðisþjónustu við starfsmenn sem vinna við virkjunarframkvæmdirnar. Þá kynnti ráðherra sér sömuleiðis heilbrigðisþjónustuna sem Landsvirkjun býður starfsmönnum sínum upp á.Ráðherra kynnir sér aðstæður heilbrigdisþjónustunnar við Kárahnjúka

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum