Hoppa yfir valmynd
13. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Sameinuðu þjóðirnar vilja alþjóðlega rannsókn á Jemen

https://youtu.be/7lreEMTQfTA Mannréttindabrot halda áfram án afláts í Jemen, auk alvarlegra brota á alþjóðlegum mannúðarlögum. Óbreyttir borgarar eru fórnarlömb "hamfara af mannavöldum," að því er fram kemur í nýrri mannréttindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem kom út í síðustu viku.

Að minnsta kosti 5.144 óbreyttir borgarar hafa týnt lífi og 8.749 særst þar af  hafa 1.184 börn  dáið og 1.541 særst. Loftárásir bandalags undir forystu Sádi-Arabíu hafa grandað flestum, jafnt börnum sem öðrum sem týnt hafa lífi. Auk árása á markaðstorg, sjúkrahús, skóla, íbúðahverfi og borgaraleg mannvirki, hafa undanfarið ár verið gerðar loftárásir á jarðarfarir og lítil ferðaskip.  Zeid Ra'ad Al Hussein mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir brýnt að skipa óháða, alþjóðlega nefnd til að rannsaka átökin í Jemen. UNRIC - Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna - greinir frá í frétt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira