Hoppa yfir valmynd
13. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Nýtt kvennaathvarf í Palestínu

Palestine-onestopcentre-2-675x450-300x200"Ég var gengin sjö mánuði á leið þegar ég flúði heimilið ásamt þriggja ára syni mínum. Þá var eiginmaður minn búinn að beita mig grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi alla meðgönguna og gott betur," segir hin 23ja ára gamla Sana Ali sem fann skjól í nýstofnuðu kvennaathvarfi í Ramallah þar sem boðið er upp á alhliða aðhlynningu fyrir þolendur ofbeldis. Þremur árum áður hafði hún fætt son sinn í kvennaathvarfi styrkt af UN Women í Betlehem. Þar dvaldi hún fyrsta ár sonar síns - áður en hún treysti sér til að flytja aftur heim.

Þannig hefst frétt á vef UN Women á Íslandi.

"Nýja kvennaathvarfið í Ramallah á Vesturbakkanum er ólíkt öðrum athvörfum - þar er að finna alla þá aðstoð sem konur og unglingsstelpur þurfa í kjölfar ofbeldis líkt og læknisskoðun, lagalega ráðgjöf, sálfræðiaðstoð, tilvísanir fyrir langtíma búsetuúrræði og vernd lögreglu. Þar er meira að segja leikherbergi fyrir börn, þar sem sonur minn leikur sér." segir þar ennfremur.

Fréttin í heild

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum