Hoppa yfir valmynd
13. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Þremur af hverjum fjórum börnum misþyrmt á flótta

HarrowingRíflega þremur af hverjum fjórum börnum og ungmennum sem freista þess að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið er misþyrmt á leiðinni, segir í frétt frá RÚV í gær. 

Þar segir að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða fólksflutningastofnunin upplýsi þetta í skýrslu um málefni barna á flótta og vergangi, sem birtist í gær. Fram kemur að börn og unglingar frá Afríku sunnan Sahara séu enn líklegri en önnur til að sæta misþyrmingum á ferðum sínum, og það megi að líkindum rekja til kynþáttahaturs.

Skýrslan ber heitið "Harrowing Journeys" (Svaðilfarir).

"Í rannsókn sinni leitaði starfsfólk stofnananna til 22.000 flótta- og förufólks. Þar af voru 11.000 börn og ungmenni. "Blákaldur veruleikinn er sá, að það er viðtekin venja að misnota, selja, misþyrma og mismuna börnum á leið yfir Miðjarðarhafið," segir í yfirlýsingu Afshan Khans, framkvæmdastjóra Evrópudeildar Barnahjálparinnar.

Í skýrslunni kemur fram að 77 af hverjum 100 börnum sem reynt hafa að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu hafi orðið fyrir ofbeldi, misnotkun og meðferð sem flokkast geti sem mansal á þessum ferðum sínum. Hlutfallið sé síðan enn hærra í hópi þeirra sem komi frá Afríkulöndum sunnan Sahara, og kynþáttahatur sé líklegasta skýringin á því. Verst og hættulegast er ástandið á flóttaleiðinni í gegnum Líbíu, þar sem lögleysa er algjör og vígasveitir og glæpagengi bítast um völdin," segir í fréttinni.

Up to three quarters of children and youth face abuse, exploitation and trafficking on Mediterranean migration routes - UNICEF, IOM

'Just like slaves': African migrant children face highest risk of abuse: report/ Reuters

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira