Hoppa yfir valmynd
21. september 2017 Utanríkisráðuneytið

Konur á flótta: Femínismi og stefnumótun í málefnum flóttamanna

FeminiskHrefna Ragnhildur Jóhannesdóttir fjallar í nýlegri lokaritgerð sinni til BA-gráðu í stjórnmálafræði um stöðu kvenna á flótta og ýmis vandamál sem þær standa frammi fyrir, svo sem kynbundna mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem eykst á tímum flótta og átaka. Hún segir að ýmislegt hafi verið reynt til að bæta stöðu kvenkyns flóttamanna og stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hafi viðurkennt að breytinga sé þörf en heimur utanríkis- og öryggismála hafi ætíð verið karllægur.

"Hugsanleg lausn á þessum vanda er femínísk utanríkisstefna, með slíkri stefnu er áhersla lögð á að binda enda á kynbundið ofbeldi og að auka þátttöku kvenna í utanríkismálum en stefnan er umdeild. Íslenska ríkið hefur byggt móttöku kvótaflóttamanna á jafnréttissjónarmiðum og talað fyrir jafnrétti á alþjóðasviðinu en ekki gengið eins langt í þessum málaflokki og til dæmis sænska ríkisstjórnin sem hefur yfirlýsta femíníska stefnu. Markmið beggja ríkja er það sama en stigsmunur er á nálgun þeirra," skrifar Hrefna í útdrætti ritgerðarinnar.

Hrefna segir að íslenska ríkið hafi lagt áherslu á að aðstoða konur og viðkvæmari hópa kvótaflóttamanna þó ekki sé að finna neina heildræna femíníska stefnu í málefnum flóttamanna á Íslandi. Hún nefnir að erfitt sé til dæmis að nálgast upplýsingar um slíkar áherslur í málefnum hælisleitenda hér á landi.

Verkin látin tala

"Ísland hefur lagt áherslu á málefni kvenna og jafnrétti í sinni utanríkisstefnu, tekið á móti flóttamönnum með jafnréttissjónarmið í huga, reynt að efla einstæðar mæður og bjóða hinsegin flóttamönnum öruggara líf þó án þess að vera með heildræna eða yfirlýsta femíníska stefnu. Það má velta því fyrir sér hvort það sé kannski bara betra að láta verkin tala heldur en að tala endilega um femínisma og femíníska stefnu. Það er í það minnsta tilfinningin sem maður fær þegar þessi mál eru rædd á sviði íslenskra stjórnvalda. Það virðast allir sammála um mikilvægi jafnréttis og kvenfrelsis en enginn hefur sérstaka þörf fyrir að hafa um það mörg orð eða ögra hefðbundnum og "viðurkenndum" aðferðum."
Ritgerðina í heild má nálgast hér.

En feministisk utrikespolitik/ Sænska ríkisstjórnin 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum