Hoppa yfir valmynd
2. maí 2019 Innviðaráðuneytið

Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gefið út

Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir árið 2018 er komið út. - mynd

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út ársrit sitt fyrir árið 2018 með umfjöllun um starfsemi þess og helstu verkefni á árinu. Í ársritinu er sérstaklega fjallað um framtíðarsýn, leiðarljós og stefnumótun ráðuneytisins.

Í ársritinu er sú nýjung að þar er birtur listi yfir 25 stefnumál ráðherra sem unnið verður að á kjörtímabilinu í takt við stjórnarsáttmála og stefnu og áætlanir ráðuneytisins í málaflokkum þess. Stefnumálin taka til allra málaflokka ráðuneytisins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir í inngangi sínum í ársritinu að þótt einhverjum kunni að þykja samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnar- og byggðamál safn ólíkra þátta samfélagsins væru þau samofin. „Allt eru þetta þættir sem skipta gríðarlegu máli í daglegu lífi fólks um allt land og hver þáttur styður annan,“ segir Sigurður Ingi.

Ragnhildur Hjaltadóttir fjallar um nýja hugsun í stefnumótun innan ráðuneytisins sem felist í því að tengja áætlanir og samþætta með sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum. „Við höfum þegar mótað framtíðarsýn og meginmarkmið fyrir málaflokkana. Þess sést þegar stað í byggðaáætlun, samgönguáætlun og í tillögu til þingsályktunar um fjarskiptaáætlun, sem er nú til umræðu á Alþingi. Loks er hafin vinna við mótun stefnumarkandi áætlun um málefni sveitarfélaga,“ segir Ragnhildur.

Ársritið er birt rafrænt á vef Stjórnarráðsins.

+ Skoða ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2018

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum