Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Starfshópur endurskoðar lög um sjúkratryggingar

Til skoðunar
Samningar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að endurskoða lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Starfshópnum er ætlað að meta reynslu af framkvæmd laga um sjúkratryggingar einkum ákvæða um gerð samninga sjúkratryggingastofnunar um rekstur heilbrigðisþjónustu og eftirlit með þeim.

Einnig skal hópurinn líta til ákvæða annarra laga sem kunna að varða samninga um heilbrigðisþjónustu, rekstur hennar og eftirlit með framkvæmd samninga. Starfshópurinn skal skila niðurstöðum sínum og eftir atvikum tillögum til breytinga ásamt drögum að frumvarpi fyrir 1. febrúar 2016.

Formaður starfshópsins er Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Aðrir nefndarmenn eru Ása Þórhildur Þórðardóttir lögfræðingur, Birgir Jakobsson landlæknir og Björn Zoëga, læknir og stjórnarformaður Sjúkratrygginga Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum