Hoppa yfir valmynd
25. september 2007 Utanríkisráðuneytið

Stofnun stjórnmálasambands við Saó Tomé og Prinsípe

Stofnun stjórnmálasambands við Saó Tomé og Prinsípe
Stofnun stjórnmálasambands við Saó Tomé og Prinsípe

Fastafulltrúar Íslands og Saó Tomé og Prinsípe hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Ovidio Manuel Barbosa Pequeno, undirrituðu í New York, mánudaginn 24. september 2007, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.

Eyríkið Saó Tomé og Prinsípe liggur á miðbaug í Gíneuflóa úti fyrir miðri vesturströnd Afríku. Eyjarnar voru portúgölsk nýlenda þar til árið 1975 þegar ríkið varð sjálfstætt. Íbúar eyjanna eru um 200 þúsund.

Fastafulltrúarnir ræddu á fundi sínum möguleika á samstarfi ríkjanna, fyrst og fremst á sviði sjávarútvegs og jarðhita.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum