Hoppa yfir valmynd
21. september 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stýrihópur um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra nýsköpunarmála hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stýrihópurinn fundaði í fyrsta sinn í gær.

Í stýrihópnum eru fulltrúar atvinnulífs, háskóla- og vísindasamfélags, sprota- og tæknifyrirtækja og þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí 2019.

Stýrihópinn skipa eftirfarandi:

  • Guðmundur Hafsteinsson, formaður
  • Ari Kristinn Jónsson
  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
  • Davíð Helgason
  • Eyjólfur Guðmundsson
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir
  • Helga Valfells
  • Hjálmar Gíslason
  • Inga Sæland
  • Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
  • Jón Steindór Valdimarsson
  • Kristján Hall
  • Líneik Anna Sævarsdóttir
  • María Bragadóttir
  • Ólafur Þór Gunnarsson
  • Ragnheiður Magnúsdóttir
  • Sigurður Hannesson
  • Steinunn Gestsdóttir
  • Tryggvi Hjaltason

 

Verkefnastjórn fer fyrir stefnumótunarvinnunni. Formaður hennar er Þórlindur Kjartansson. Þórlindur hefur starfað mikið með ýmsum nýsköpunarfyrirtækjum við samninga- og sölumál. Hann var stjórnarformaður Innovit og einn af stjórnendum hjá Meniga. Verkefnisstjóri er Sigríður Valgeirsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum