Hoppa yfir valmynd
25. maí 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lánstími Ferðaábyrgðasjóðs verði 10 ár- Styður við viðspyrnu ferðaþjónustunnar

Menningar- og viðskiptaráðherra mælti fyrir breytingu á lögum um Ferðaábyrgðasjóð á Alþingi í gær.

Ferðaábyrgðasjóður veitti ferðaskrifstofum lán til að endurgreiða neytendum greiðslur vegna pakkaferða sem var aflýst vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins en ferðaskrifstofur fengu á þessum tíma almennt ekki endurgreitt frá sínum birgjum erlendis og gátu því ekki endurgreitt viðskiptavinum sínum hér á landi. Með breytingu á lögunum verður lánstími lána sjóðsins lengdur úr sex árum í tíu og þar með verður ferðaskrifstofum gert auðveldara að standa við afborganir, nú þegar viðspyrna ferðaþjónustunnar er hafin. Engin ný lán verða veitt og ekki verða neinar aðrar breytingar á kjörum lánanna.

 

Það er fagnaðarefni að viðspyrna ferðaþjónustunnar hefur gengið vel en skuldastaða geirans er víða erfið. ,,Með þessari aðgerð er ríkisstjórnin enn að styðja við íslenskt atvinnulíf og hjálpa því að komast í gegnum skaflinn sem COVID-19 hefur valdið. Við sjáum að bókunarstaða sumarsins er með besta móti og þessi aðgerð styður enn betur við greinina,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra.

 

„Ferðaábyrgðasjóður var settur á laggirnar sem hluti ef efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og þykir þessi einstaka aðgerð hafa heppnast mjög vel þar sem neytendur fengu allar sínar greiðslur endurgreiddar í samræmi við lög og lánveitingar sjóðsins forðuðu ferðaskrifstofum frá gjaldþroti sem hefði leitt til umfangsmikils tjóns fyrir neytendur,“ sagði ráðherra í framsöguræðu sinni á þinginu.

 

Hér má nálgast frumvarp ráðherra, Frumvarp til laga um breytingu á lögum um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum