Hoppa yfir valmynd
14. júní 2006 Utanríkisráðuneytið

Breytingar í utanríkisþjónustunni

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu

Nr: 032

Eftirfarandi breytingar á sendiherrastigi hafa verið ákveðnar í utanríkisþjónustunni:

Í ágúst tekur Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu, við starfi sendiherra í Beijing en við starfi hans tekur Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri OECD í París.

Eiður Guðnason, sendiherra í Beijing, flytur til starfa í ráðuneytinu og mun veita forstöðu skrifstofu upplýsinga- og menningarmála. Elín Flygenring, sem verið hefur skrifstofustjóri upplýsinga- og menningarmála, tekur við starfi prótókollstjóra og hefur verið skipuð sendiherra frá 1. september.

Stefán Lárus Stefánsson, prótókollstjóri, tekur við starfi sendiherra gagnvart Evrópuráðinu í Strasbourg. Hörður H. Bjarnason, sendiherra í Strasbourg, hverfur til starfa á alþjóðaskrifstofu.

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra í Pretoria, tekur við starfi sendiherra í Moskvu í ágúst en við starfi hans tekur Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sem skipuð var sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 1. júní sl.

Benedikt Jónsson, sendiherra, flytur frá Moskvu til starfa á viðskiptaskrifstofu.

Albert Jónsson verður sendiherra í Washington frá 1. nóvember nk., en Helgi Ágústsson, sendiherra, kemur þá aftur til starfa í ráðuneytinu.

Þorsteinn Ingólfsson, sem verið hefur fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans, flytur til starfa í ráðuneytinu en kjörtímabili hans í bankanum lýkur 1. júlí.

Lilja Viðarsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarframkvæmdastjóri EFTA í Brussel frá 1.september og hefur hún verið skipuð sendiherra frá sama tíma.

Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík 14. júní 2006



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum