Hoppa yfir valmynd
20. september 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málefni fatlaðs fólks á tímamótum - horft til framtíðar

Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til málþings 22. september á Grand
hótel Reykjavík.

DAGSKRÁ

1. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra – ávarp.

2. Lára Björnsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs félags- og tryggingamálaráðuneytisins: Málaflokkur fatlaðs fólks á tímamótum - Hver er staðan og hverjar eru helstu áskoranir?

3. Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustufulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Hvernig eru sveitarfélögin að undirbúa sig undir að taka við málefnum fatlaðs fólk frá ríkinu um næstu áramót?

4. Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Ríkisendurskoðunar: Þjónusta við fatlað fólk, tækifæri til að gera betur - Hvað segir ný skýrsla Ríkisendurskoðunar?

5. Gerður Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, og Guðmundur Magnússon, formaður Öryrkjabandalagsins - Sjónarmið notenda: Ný tækifæri við færslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

6. Stella Kristín Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar - Sjónarmið þess er veitir þjónustuna: Ný tækifæri, áskoranir og ávinningur við færslu málefna fatlaðs fólks
til sveitarfélaga byggt á fyrri reynslu af flutningi verkefna frá ríki til borgar.

7. Ómar H Kristmundsson, prófessor í stjórnsýslufræðum HÍ - Stjórnsýsla í málefnum fatlaðs fólks: Að hverju þarf að huga?

8. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum HÍ: Nýjar hugmyndir og ný framtíðarsýn í málefnum fatlaðs fólks.

9. Umræður og fyrirspurnir

Stjórnandi málþings: Guðmundur Steingrímsson alþingismaður, í félags- og trygginganefnd Alþingis.

Málefni fatlaðs fólks standa á tímamótum. Ákveðið hefur verið að flytja málaflokkinn frá ríki til sveitarfélaga um næstu áramót. Þessi breyting felur í sér margvísleg tækifæri til útbóta, í hugmyndafræði, skipulagi og þjónustu við fatlað fólk. Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar
um þjónustu við fatlaða felur í sér ábendingar um hvað megi betur fara. Á síðustu árum hefur ný nálgun og ný hugmyndafræði rutt sér rúms sem byggir á sjónarmiðum um mannréttindi og jafnrétti fyrir fatlað fólk. Nýr mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna þar sem fötluðum einstaklingum eru tryggð þau grundvallarréttindi að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu er þar lagður til grundvallar. Á málþinginu er horft til framtíðar og sjónum beint að stjórnsýslu, hugmyndafræði og þjónustu við fatlað fólk með áherslu á úrbætur.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum