Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Fyrsti aðalfundur Flugstoða ohf.

Aðalfundur Flugstoða ohf. var haldinn í dag og gerði Ólafur Sveinsson, formaður stjórnar, grein fyrir helstu störfum stjórnarinnar frá því félagið var stofnað 6. júlí 2006.

Flugstoðir ohf. tóku við rekstri flugvalla og flugleiðsögu í íslenska flugstjórnarsvæðinu um síðustu áramót eftir lagabreytingu sem fól í sér breytt skipulag á stjórn flugmála landsmanna. Fram kom í skýrslu formanns að stjórnin hefði haldið 9 fundi á starfsárinu sem snerust einkum um undirbúning að starfrækslu félagsins. Þá sagði hann að framundan væri að undirbúa byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll sem samgönguráðherra hefur falið félaginu að annast.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þakkaði stjórn og starfsmönnum Flugstoða ohf. fyrir vel unnin störf við undirbúning og fyrstu skrefin í starfseminni. Verkefni Flugstoða væru mikilvæg þjónusta við íslenskt flug og kvaðst hann sannfærður um að það hefðu verið rétt skref af sinni hálfu að hafa forgöngu um þessar breytingar.

Stjórn Flugstoða ohf. var endurkjörin og er þannig skipuð: Ólafur Sveinsson formaður, Arnbjörg Sveinsdóttir, Gunnar Finnsson, Hilmar Baldursson og Sæunn Stefánsdóttir. Forstjóri Flugstoða ofh. er Þorgeir Pálsson.

Á myndinni eru frá hægri Þorgeir Pálsson, forstjóri Flugstoða ohf., Ólafur Sveinsson formaður, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Andri Árnason, lögmaður og fundarstjóri, og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri.

Aðalfundur Flugstoða ohf. var haldinn 16. apríl 2007.
Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira