Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2006 Utanríkisráðuneytið

Íslensk stjórnvöld veita 25 m.kr. til baráttunnar gegn fuglaflensu í þróunarlöndum

Á alþjóðaráðstefnu um fuglaflensu, er haldin var í Peking dagana 17.-18. janúar sl., tilkynnti sendiherra Íslands í Kína, Eiður Guðnason, um 25 m.kr. framlag Íslands í alþjóðlegan styrktarsjóð tileinkaðan baráttunni gegn fuglaflensu í þróunarlöndum.

Á ráðstefuninni söfnuðust samtals 1,9 milljarðar Bandaríkjadala í framlög. Verður fjármunum m.a. veitt til eflingar heilsugæslu og dýralækninga í því skyni að koma í veg fyrir stökkbreytingu veirunnar þannig að hún berist manna á milli. Fyrir ráðstefnuna hafði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatt þjóðir heims til þess að gera sitt ítrasta til þess að leggja baráttunni lið.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum