Hoppa yfir valmynd
Heilbrigðisráðuneytið

Sumarstarfsemi sjúkrahúsa kynnt

Heilbrigðisráðherra, forsvarsmenn Landspítala og kragasjúkrahúsanna svokölluðu kynntu í dag samræmda sumarstarfsemi sjúkrahúsanna á suð-vestur horninu.

Heilbrigðisráðherra beitti sér fyrir því í janúar að Landspítalinn og kragasjúkrahúsin, þ.e. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkrahúsið og heilsugæslan á Akranesi, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og St. Jósefsspítali/Sólvangur í Hafnarfirði, tækju upp nánara og formlegra samstarf en áður. Var gerður sérstakur samningur um þetta samstarf í janúar. Samstarfið gengur út á tilflutning verkefna og samræmingu og samstarf um sumarstarf sjúkrahúsanna á svæðinu. Samkomulagið sem gert var byggist á lögum um heilbrigðisþjónustu og var eins og áður sagði gert í samræmi við tilmæli heilbrigðisráðherra vegna viðbótarfjármuna í fjárlögum ársins 2008, þar sem gengið er út frá að styrkja núverandi rekstur heilbrigðisstofnana á suð-vestur horninu og gera þeim kleift að taka við auknum verkefnum.

Á blaðamannafundinum í dag var sumarstarfsemin kynnt, árangurinn af samstarfinu og næstu skref sem menn hyggjast stíga í þessu sambandi.

Sjá nánar:

Sumarstarf sjúkrahúsa á suð-vestur horni (doc 22.5 Kb -  opnast í nýjum glugga)

Sumarstarfsemi LSH 2008 (doc  60 Kb  -  opnast í nýjum glugga)

Tilflutningur verkefna - árangur (doc  37.5 Kb  -  opnast í nýjum glugga)

 Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira