Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2012 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Auknar öryggiskröfur til köfunar í drögum að nýrri reglugerð

Vegna umfjöllunar síðustu daga um öryggi við köfun og ósk Sportkafarafélags Íslands um endurskoðun laga og reglna um köfun vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram.

Drög að breytingu á reglugerð um köfun eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu og voru þau kynnt á vefsíðu ráðuneytisins 25. apríl síðastliðinn. Umsagnarfrestur um drögin er til 7. maí næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected]

Markmið reglugerðarinnar eru einkum að bæta öryggi ferðamanna með því að gera tilteknar kröfur til þeirra sem bjóða upp á leiðsöguköfun og yfirborðsköfun með ferðamenn. Er hér fyrst og fremst verið að bregðast við aukinni atvinnuköfun í tengslum við ferðaþjónustu, einkum köfun sem á sér stað í Silfru á Þingvöllum.

Með þessu er áréttað að undirbúningur að breytingu á reglugerð sem miðar að auknu öryggi er því hafinn fyrir nokkru.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira