Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Hugað að undirbúningi forsetakosninga

Frá fundi um undirbúning forsetakosninga á komandi sumri. - mynd
Innanríkisráðuneytið boðaði ýmsa aðila sem koma að undirbúningi og framkvæmd forsetakosninga næsta sumar til fundar í ráðuneytinu í dag. Fundinn sátu fulltrúar innanríkisráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins, yfirkjörstjórna, landskjörstjórnar, Þjóðskrár Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Meðal umfjöllunarefna á fundinum voru drög að tíma- og verkáætlun er varðar kosningarnar, endurskoðun kosningalaga og kynnt var tilraunaútgáfa á rafrænni kjörskrá. Farið var yfir helstu þætti er varða undirbúning við framkvæmd kosninganna og síðan kynnti Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur á skrifstofu Alþingis, starf vinnuhóps sem endurskoðar kosningalög en forseti Alþingis skipaði hópinn á miðju ári 2014. Í lokin kynnti Ástríður Jóhannesdóttir hjá Þjóðskrá Íslands tilraunaútgáfu af rafrænni kjörskrá en Þjóðskrá hefur unnið að útfærslu hennar, m.a. í rafrænum íbúakosningum sem fóru fram á árinu 2015.

 

Frá fundi um undirbúning forsetakosninga á komandi sumri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira