Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Námskeið um alþjóðleg tilmæli á sviði peningaþvættis og spillingar

Frá námskeiði um peningaþvætti og spillingu. - mynd
Um 90 manns frá fjölda embætta og stofnana sátu námskeið um peningaþvætti og spillingarbrot sem Lögregluskóli ríkisins, Tollskóli ríkisins og innanríkisráðuneytið stóðu fyrir í síðustu viku. Á námskeiðinu var fjallað almennt um þessi brot í ljósi alþjóðlegra samninga og innlendra lagaákvæða.

Námskeiðið var ætlað þeim sem koma að rannsóknum, saksókn og eftirliti vegna peningaþvættis- og spillingarbrota og fjármögnun hryðjuverka, þ.e. fulltrúum ákæruvalds og lögreglu, skatta- og tollayfirvalda, eftirlitsstofnana og ráðuneyta en einnig sátu námskeiðið fulltrúar Ríkiskaupa.

Leiðbeinendur voru frá innanríkisráðuneyti, ríkissaksóknara, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, Fjármálaeftirlitinu, Tollstjóra og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem regluvörður frá Landsbankanum fjallaði um tilkynningar um peningaþvætti.

Námskeiðið leiddi í ljós mikilvægi samvinnu innlendra stofnana á þessum sviðum þar sem þær gegna mismunandi hlutverkum en geta náð betri árangri með enn skilvirkari samskiptum. Markmið námskeiðsins var að þátttakendur hefðu að því loknu öðlast þekkingu á helstu skuldbindingum Íslands og tilmælum alþjóðastofnana vegna peningaþvættis- og spillingarbrota, auk vitneskju um þessi hugtök, áhættuhópa, aðferðir við brotin og umfang þeirra.

Frá námskeiði um peningaþvætti og spillingu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum